Ruglingsleg umræða um ESB Karl Gauti Hjaltason skrifar 21. september 2021 16:15 Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun