Ruglingsleg umræða um ESB Karl Gauti Hjaltason skrifar 21. september 2021 16:15 Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun