Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2021 15:58 Ásmundur Einar segist ekki ætla að tjá sig um mál Hugarafls á meðan það sé til skoðunar í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“ Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“
Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda