Scott Morrison, forsætisráðherra Ástrala, segir engar fregnir hafa borist af alvarlegum slysum á fólki og segir hann það mikinn létti enda fannst skjálftinn í stórum hluta landsins.
Tveir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, upp á 4 og 3,1 stig.
Skjálftinn er sá öflugasti í Ástralíu í áraraðir enda eru slík náttúrufyrirbrigði tiltölulega fátíð þar í landi.