Þrjú hundruð miðar á Víkingsleikinn fara í sölu klukkan ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 09:30 Víkingarnir Nikolaj Hansen, Atli Barkarson og Kári Árnason fagna hér sigri í Víkinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár um næstu helgi og miklu fleiri vilja komast á leikinn en miðar í boði. Víkingar tóku upp hraðpróf til að geta fjölgað áhorfendum upp í 1500 manns. Víkingar eru með eins stigs forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina og nægir því sigur á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins frá 1991. Guðjón Guðmundsson ræddi stöðu Víkinga við framkvæmdastjórann Haraldur Haraldsson í gær og það má búast við því að margir Víkingar verði við tölvuna sína í kringum ellefu á eftir. Ætla að fara nýja leið „Við höfum verið að selja hingað til í tvö fimm hundruð manna hólf en að þessu sinni ætlum við að fara í nýja leið. Þessir þúsund miðar, sem voru þessi tvö hólf, þeir seldust upp strax eftir leikinn á sunnudagskvöld. Við ætlum að fara þá leið núna að nota hraðpróf og vera seinni lega fyrsti viðburðurinn til þess að nota þessi hraðpróf,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Víkings. Klippa: Gaupi ræddi við Harald framkvæmdastjóra um stærsta leikinn í sögu Víkings „Með því megum við hleypa fimmtán hundruð manns á völlinn plús öllum fimmtán ára og yngri. Til þess að taka þessi hraðpróf þá þarf fólk að skrá sig á hradprof.covid.is og taka þetta test niður á Suðurlandsbraut innan við 48 tíma frá leik,“ sagði Haraldur. Þetta er risaleikur fyrir Víkinga og Guðjón talaði um það við Harald að Víkingar hefðu sennilega geta selt fjögur þúsund miða á leikinn. Sýna leikinn ekki á skjá í Víkinni „Já eftirspurnin er þannig að við erum búnir að neita fullt af Víkingum um miða á leikinn. Með þessu útspili okkar þá fara upp undir þrjú hundruð miðar í sölu á Stubbi klukkan ellefu í fyrramálið, á miðvikudagsmorgun. Það eru þessir aukamiðar,“ sagði Haraldur í gær. Víkingar eru einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum síðan árið 1991.Vísir/Bára Leikurinn verður ekki sýndur á skjá í íþróttahúsinu þrátt fyrir að fleiri vildu vera í Víkinni þennan dag. „Nei veðurspáin er þannig að við ætlum að nota íþróttahúsið undir veitingasölu og slíkt. Það verður ekki hægt að horfa á leikinn þar hjá okkur,“ sagði Haraldur. Ekkert félag með betri árangur í síðustu tíu leikjum „Þetta krefst gríðarlega mikils undirbúnings enda er þetta stærsti leikurinn í sögu félagsins. Ég held að ég megi fullyrða það. Við höfum vissulega orðið Íslandsmeistarar áður og eigum góðan möguleika núna. Það er mikið í húfi,“ sagði Haraldur. „Þú getur séð það á leik liðsins að menn hafi haft fulla trú á þessu. Ef þú skoðar árangur Víkings síðustu fimm umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Ef þú skorað líka árangur Víkings síðustu tíu umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Það er ekkert talað of mikið um okkur samt og við erum þakklátir fyrir það,“ sagði Haraldur brosandi. Það má sjá allt spjall Guðjóns við Harald hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Víkingar eru með eins stigs forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina og nægir því sigur á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins frá 1991. Guðjón Guðmundsson ræddi stöðu Víkinga við framkvæmdastjórann Haraldur Haraldsson í gær og það má búast við því að margir Víkingar verði við tölvuna sína í kringum ellefu á eftir. Ætla að fara nýja leið „Við höfum verið að selja hingað til í tvö fimm hundruð manna hólf en að þessu sinni ætlum við að fara í nýja leið. Þessir þúsund miðar, sem voru þessi tvö hólf, þeir seldust upp strax eftir leikinn á sunnudagskvöld. Við ætlum að fara þá leið núna að nota hraðpróf og vera seinni lega fyrsti viðburðurinn til þess að nota þessi hraðpróf,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Víkings. Klippa: Gaupi ræddi við Harald framkvæmdastjóra um stærsta leikinn í sögu Víkings „Með því megum við hleypa fimmtán hundruð manns á völlinn plús öllum fimmtán ára og yngri. Til þess að taka þessi hraðpróf þá þarf fólk að skrá sig á hradprof.covid.is og taka þetta test niður á Suðurlandsbraut innan við 48 tíma frá leik,“ sagði Haraldur. Þetta er risaleikur fyrir Víkinga og Guðjón talaði um það við Harald að Víkingar hefðu sennilega geta selt fjögur þúsund miða á leikinn. Sýna leikinn ekki á skjá í Víkinni „Já eftirspurnin er þannig að við erum búnir að neita fullt af Víkingum um miða á leikinn. Með þessu útspili okkar þá fara upp undir þrjú hundruð miðar í sölu á Stubbi klukkan ellefu í fyrramálið, á miðvikudagsmorgun. Það eru þessir aukamiðar,“ sagði Haraldur í gær. Víkingar eru einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum síðan árið 1991.Vísir/Bára Leikurinn verður ekki sýndur á skjá í íþróttahúsinu þrátt fyrir að fleiri vildu vera í Víkinni þennan dag. „Nei veðurspáin er þannig að við ætlum að nota íþróttahúsið undir veitingasölu og slíkt. Það verður ekki hægt að horfa á leikinn þar hjá okkur,“ sagði Haraldur. Ekkert félag með betri árangur í síðustu tíu leikjum „Þetta krefst gríðarlega mikils undirbúnings enda er þetta stærsti leikurinn í sögu félagsins. Ég held að ég megi fullyrða það. Við höfum vissulega orðið Íslandsmeistarar áður og eigum góðan möguleika núna. Það er mikið í húfi,“ sagði Haraldur. „Þú getur séð það á leik liðsins að menn hafi haft fulla trú á þessu. Ef þú skoðar árangur Víkings síðustu fimm umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Ef þú skorað líka árangur Víkings síðustu tíu umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Það er ekkert talað of mikið um okkur samt og við erum þakklátir fyrir það,“ sagði Haraldur brosandi. Það má sjá allt spjall Guðjóns við Harald hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira