Betri kjör til okkar besta fólks Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 22. september 2021 13:01 Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun