Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir friðlýsingar unnar í samræmi við lög. Hann hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um annað. vísir/samett Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira