Amanda mætti enn skipta um landslið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 14:46 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli í gær, gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni. Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26