Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 13:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að jarðir landsins safnist ekki á of fáar hendur. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“ Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent