Af hverju er ég í Sjálfstæðisflokknum? Elsa B. Valsdóttir skrifar 23. september 2021 08:45 Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Sjá meira
Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það? Ef við bætum við að hún sé læknir sem starfar í heilbrigðiskerfinu og þekkir því raunir þess frá fyrstu hendi þá hlýtur þetta að vera útrætt mál því í Sjálfstæðisflokknum er alltaf bara verið að tala um peninga en ekki fólk, ekki satt? Samt hefur þessi kona (ég semsagt) starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og unir sér bara vel. Af hverju er það? Peningar eru undirstaða velferðar Það er rosalega auðvelt að segjast vilja gera allt fyrir alla. Öll viljum við öflugt heilbrigðiskerfi, sterkt menntakerfi, trygga afkomu eldri borgara og lífsgæði fyrir öryrkja. Þetta kostar hins vegar allt peninga og meira að segja rosalega mikið af peningum. Það er því stærsta velferðarmál þjóðarinnar að ríkissjóður sé rekinn án halla, að lántökum og þar með vaxtagreiðslum af lánum ríkissjóðs sé haldið í lágmarki og að fyrirtækjunum í landinu sé skapað rekstarumhverfi sem er stöðugt og sanngjarnt. Hallarekstur ríkissjóðs þýðir ekkert annað en að kostnaðinum við velferð dagsins í dag er velt yfir á komandi kynslóðir. Hver króna sem fer í að borga niður lán er króna sem ekki fer í heilbrigðiskerfið eða önnur góð mál, þetta þekkja allir sem eru sjálfir að borga vexti af sínum eigin lánum. Fyrirtæki sem berst í bökkum er fyrirtæki sem ekki getur borgað skatta eða greitt starfsmönnum sínum mannsæmandi laun - án öflugra fyrirtækja verður engin verðmætasköpun eða atvinna, ríkið býr ekki til nein verðmæti, það gera fyrirtækin og fólkið í landinu. Að tala um peninga þarf nefninlega að koma á undan því að tala um fólk því án peninga gerir enginn neitt fyrir neinn. Skattheimta í hófi, lágir vextir og skynsamleg nýting skattfés eru umræðuefni sem fáir nenna að hlusta á og þykja jafnvel merki um kaldlyndi en eru engu að síður grunnurinn að því velferðarþjóðfélagi sem við viljum búa í. Höfundur er skurðlæknir og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun