Nokkrar tilgátur en enginn handtekinn eftir morðtilræði í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 09:21 Volodýrmýr Zelenskíj í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 á grundvelli loforða um að uppræta spillingu í landinu. AP/Eduardo Munoz Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að óþekktir menn létu byssukúlum rigna yfir bíl eins nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu í gær. Tilgátur eru um að óánægðir óligarkar eða jafnvel rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað tilræðið. Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj. Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj.
Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21