Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 14:41 Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Geislatækni, fyrir framan af eina af vélunum sem eru óvirkar vegna árásarinnar. vísir/vilhelm Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag. Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar. Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og áfallameðferð fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar.
Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og áfallameðferð fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira