Vitnað er í umfjöllun Íslands í dag frá síðasta mánudegi þar sem fram komu ásakanir fyrrverandi skjólstæðinga Hugarafls um „eitraða“ framkomu stjórnenda samtakanna sem lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum
Geðhjálp segir slíkt augljóslega ekki samræmast „hugmyndafræði batamiðaðrar nálgunar og valdeflingar“. Fólk sem leiti til Hugarafls sé vanalega í vanda og því „mikilvægt að starfsemin sé hafin yfir allan vafa“.
Vísar stjórnin í fyrri afstöðu sína og ábendingar sem þau gerði til Alþingis í sumar. Þar var meðal annars kveðið á um að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með talið þjónustu þriðju aðila.
Stjórnvöld þurfi að bregðast við og skilgreina eftirlit með þeim aðilum sem þau útvista þjónustu til.