Ricky van Wolfswinkel kom heimamönnum í FC Twente yfir strax á fyrstu mínútu leiksins áður en Daan Rots tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega 15 mínútna leik.
Jesper Karlsson minnkaði muninn á 44. mínútu og staðan var því 2-1 þegar að liðin gengu til búningsherbergja.
Dimitrios Limnios gulltryggði 3-1 sigur FC Twente með marki í uppbótartíma. Albert og félagar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir fimm leiki. FC Twente er með tíu stig í sjötta sæti.