Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum Birgir Ármannsson skrifar 23. september 2021 21:31 Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Birgir Ármannsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun