Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson skrifar 24. september 2021 09:01 Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun