Slakt ár hjá Katrínu Tönju kallar á sérstaka greiningu frá Morning Chalk Up Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur verið við æfingar á Íslandi undanfarið. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika í sinni íþrótt undanfarin ár og þó hún hafi ekki bætt við fleiri heimsmeistaratitlum frá 2016 þá hefur hún alltaf verið í toppbaráttunni á heimsleikunum eða þar til í ár. Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr. CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr.
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira