Slakt ár hjá Katrínu Tönju kallar á sérstaka greiningu frá Morning Chalk Up Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur verið við æfingar á Íslandi undanfarið. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika í sinni íþrótt undanfarin ár og þó hún hafi ekki bætt við fleiri heimsmeistaratitlum frá 2016 þá hefur hún alltaf verið í toppbaráttunni á heimsleikunum eða þar til í ár. Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr. CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr.
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira