Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 09:01 Jarrod Bowen í leik á móti Manchester United. United menn þurftu að hafa fyrir honum í tveimur leikjum í síðustu vikum. EPA-EFE/Clive Brunskill Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira