Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Víkingur Hauksson skrifar 24. september 2021 09:16 Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun