Nú liggja átta sjúklingar inni á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu, og fjölgar um einn á gjörgæslu milli daga.
Þrír fullbólusettir farþegar greindust með virka sýkingu á landamærum í gær og þrír jákvæðir bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Eins greindust 36 með Covid-19 á miðvikudag. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita mælist nú 111 sýkingar á hverja 100 þúsund íbúa.
Alls hafa 11.632 staðfest innanlandstilfelli greinst hér á landi frá því að bera fór á faraldrinum þann 28. febrúar í fyrra.
Fréttin hefur verið uppfærð.