Fyrirliði Leiknis stoppaður af Blikum á förnum vegi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 12:01 Bjarki Aðalsteinsson hefur verið nokkuð lengi í herbúðum Leiknis en er uppalinn hjá Breiðabliki. vísir/Hulda Margrét Fyrirliði Leiknis er uppalinn hjá Breiðabliki og er vel meðvitaður um að hans gamla félags þarf á hjálp Leiknismanna að halda til verða Íslandsmeistari. Eftir úrslit síðustu umferðar er Breiðablik ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum heldur Víkingur. Blikar eru í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir Víkingum. Í lokaumferðinni á morgun tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag á meðan Leiknir sækir Víking heim. Staðan er því þannig að Breiðablik verður aldrei Íslandsmeistari nema með aðstoð frá Leikni. Og fyrirliði Leiknismanna, Bjarki Aðalsteinsson, er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi og var viðloðandi Íslandsmeistaralið Breiðabliks 2010. „Ég er uppalinn Bliki, hef búið í Kópavogi alla mína tíð, var hluti af 2010-liðinu og er með miklar taugar til Breiðabliks. En það er ekki eins og það sé aðalhvatningin. Ég er orðinn gríðarlega mikill Leiknismaður og við erum metnaðarfullt félag sem vill vinna alla leiki. Við förum hundrað prósent einbeittir í þennan leik á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Bjarki er hann var búinn að ganga úr skugga um að blaðamaður Vísis væri ekki fulltrúi stjórnmálaflokks á atkvæðaveiðum degi fyrir Alþingiskosningarnar. Yrði ekki verra að rétta hjálparhönd Bjarki hefði samt ekkert á móti því að hjálpa sínu gamla félagi að verða Íslandsmeistari í annað sinn í sögu þess. „Það yrði ekki verra,“ sagði Bjarki. Hann segir að félagar sínir úr Breiðabliki hafi látið vera að biðja hann um hjálp fyrir leikinn á morgun. „Finnur og Viktor [Margeirssynir] eru góðir vinir mínir en þeir eru svo stóískir að þeir hafa ekkert truflað mig. Maður hefur aðallega verið stoppaður hér og þar á förnum vegi og fengið hvatningu frá stuðningsmönnum Blika,“ sagði Bjarki. Hann er ekki eini Blikinn í leikmannahópi Leiknis. Auk hans hafa Sólon Breki Leifsson, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason leikið fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þá var markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson í yngri flokkum Kópavogsfélagsins. Vonandi hristum við upp í þessu Bjarki á ekki von á að fá boð á lokahóf Breiðabliks ef allt fer samkvæmt óskum á morgun. „Ég verð í Breiðholtinu maður. Við erum að fara að fagna mjög góðum árangri í sumar og gera vel við okkur. Við erum búnir að ná okkar markmiðum en þrátt fyrir það er geggjaður leikur á morgun sem verður ógeðslega gaman að spila og vonandi hristum við upp í þessu,“ sagði Bjarki. Leiknir er í 8. sæti deildarinnar og tryggði sér formlega áframhaldandi sæti í henni í síðustu umferð. En það var einungis formsatriði enda hafa Leiknismenn ekki verið í neinni alvöru fallbaráttu í sumar. „Við höfum náð frábærum úrslitum í mörgum leikjum og markmiðið var að halda okkur uppi. Við erum mjög ánægðir með þetta sumar og frábært til að byggja ofan. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Leiknir tekur annað tímabil í efstu deild sem er risastórt,“ sagði Bjarki. Spöruðum kannski fyrsta útisigurinn Tölfræðin er samt ekki með Leikni fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Leiknismenn hafa ekki unnið útileik í sumar og aðeins fengið tvö stig utan Breiðholtsins á meðan Víkingar eru taplausir á heimavelli. „Maður hefur ekkert pælt í því. Frammistaðan á útivelli hefur ekki verið hræðileg. Við höfum átt marga fína leiki en einhvern veginn hefur þetta verið þannig að heimavöllurinn hefur verið gjöfull hvað stigasöfnun varðar. En þetta liggur ekkert á okkur. Þegar við fórum upp í fyrra gekk okkur betur á útivelli en heimavelli. Við kunnum alveg að sækja stig á útivelli og kannski vorum við að spara fyrsta útisigurinn fyrir morgundaginn,“ sagði Bjarki að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Eftir úrslit síðustu umferðar er Breiðablik ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum heldur Víkingur. Blikar eru í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir Víkingum. Í lokaumferðinni á morgun tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag á meðan Leiknir sækir Víking heim. Staðan er því þannig að Breiðablik verður aldrei Íslandsmeistari nema með aðstoð frá Leikni. Og fyrirliði Leiknismanna, Bjarki Aðalsteinsson, er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi og var viðloðandi Íslandsmeistaralið Breiðabliks 2010. „Ég er uppalinn Bliki, hef búið í Kópavogi alla mína tíð, var hluti af 2010-liðinu og er með miklar taugar til Breiðabliks. En það er ekki eins og það sé aðalhvatningin. Ég er orðinn gríðarlega mikill Leiknismaður og við erum metnaðarfullt félag sem vill vinna alla leiki. Við förum hundrað prósent einbeittir í þennan leik á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Bjarki er hann var búinn að ganga úr skugga um að blaðamaður Vísis væri ekki fulltrúi stjórnmálaflokks á atkvæðaveiðum degi fyrir Alþingiskosningarnar. Yrði ekki verra að rétta hjálparhönd Bjarki hefði samt ekkert á móti því að hjálpa sínu gamla félagi að verða Íslandsmeistari í annað sinn í sögu þess. „Það yrði ekki verra,“ sagði Bjarki. Hann segir að félagar sínir úr Breiðabliki hafi látið vera að biðja hann um hjálp fyrir leikinn á morgun. „Finnur og Viktor [Margeirssynir] eru góðir vinir mínir en þeir eru svo stóískir að þeir hafa ekkert truflað mig. Maður hefur aðallega verið stoppaður hér og þar á förnum vegi og fengið hvatningu frá stuðningsmönnum Blika,“ sagði Bjarki. Hann er ekki eini Blikinn í leikmannahópi Leiknis. Auk hans hafa Sólon Breki Leifsson, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason leikið fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þá var markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson í yngri flokkum Kópavogsfélagsins. Vonandi hristum við upp í þessu Bjarki á ekki von á að fá boð á lokahóf Breiðabliks ef allt fer samkvæmt óskum á morgun. „Ég verð í Breiðholtinu maður. Við erum að fara að fagna mjög góðum árangri í sumar og gera vel við okkur. Við erum búnir að ná okkar markmiðum en þrátt fyrir það er geggjaður leikur á morgun sem verður ógeðslega gaman að spila og vonandi hristum við upp í þessu,“ sagði Bjarki. Leiknir er í 8. sæti deildarinnar og tryggði sér formlega áframhaldandi sæti í henni í síðustu umferð. En það var einungis formsatriði enda hafa Leiknismenn ekki verið í neinni alvöru fallbaráttu í sumar. „Við höfum náð frábærum úrslitum í mörgum leikjum og markmiðið var að halda okkur uppi. Við erum mjög ánægðir með þetta sumar og frábært til að byggja ofan. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Leiknir tekur annað tímabil í efstu deild sem er risastórt,“ sagði Bjarki. Spöruðum kannski fyrsta útisigurinn Tölfræðin er samt ekki með Leikni fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Leiknismenn hafa ekki unnið útileik í sumar og aðeins fengið tvö stig utan Breiðholtsins á meðan Víkingar eru taplausir á heimavelli. „Maður hefur ekkert pælt í því. Frammistaðan á útivelli hefur ekki verið hræðileg. Við höfum átt marga fína leiki en einhvern veginn hefur þetta verið þannig að heimavöllurinn hefur verið gjöfull hvað stigasöfnun varðar. En þetta liggur ekkert á okkur. Þegar við fórum upp í fyrra gekk okkur betur á útivelli en heimavelli. Við kunnum alveg að sækja stig á útivelli og kannski vorum við að spara fyrsta útisigurinn fyrir morgundaginn,“ sagði Bjarki að lokum.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira