Allt sem við getum gert, höfum við efni á Jökull Sólberg skrifar 24. september 2021 13:00 Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun