Guðbjörg Fanndal og Gullý bjóða sig fram í stjórn KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2021 20:35 Skipuð verður ný stjórn í upphafi næsta mánaðar. KSÍ Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, og Suðurnesjakonan Gullý Sig hafa ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00
Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00
Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15