Brot úr prósenti getur haft mikil áhrif á möguleg stjórnarmynstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2021 13:58 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Vilhelm Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira