Daniel Maldini kom AC Milan í forystu geng Spezia snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Pierre Kalulu áður en Daniele Verde jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok.
Brahim Diaz, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja AC Milan þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur tæpum fimm mínútum fyrir leikslok. AC Milan er nú á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sex leiki, einu stigi meira en Napoli í öðru sæti sem á þó leik til góða.
Lautaro Martinez kom Inter frá Milan yfir gegn Atalanta strax á fimmtu mínútu. Ruslan Malinovsky og Rafael Toloi sáu þó til þess að staðan var 2-1 fyrir Atalanta þegar að flautað var til hálfleiks.
Eden Dzeko jafnaði metin fyrir Inter á 71. mínútu og þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka fengu þeir gullið tækifæri til að stela sigrinum. Federico Dimarco fór þá á vítapunktinn fyrir heimamenn í Inter, en skaut í slánna.
Lokatölur urðu því 2-2 og ítölsku meistararnir hafa 14 stig í þriðja sæti eftir sex leiki. Atalanta situr tveimur sætum neðar með 11 stig.