Körfubolti

Fyrsta tap Tryggva og félaga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi HLinason og félagar hans í Zaragoza þurftu að sætta sig við fyrsta tap tímabilsins í kvöld.
Tryggvi HLinason og félagar hans í Zaragoza þurftu að sætta sig við fyrsta tap tímabilsins í kvöld. Oscar Gonzalez/NurPhoto via Getty Images

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið mætti stigalausu liði San Pablo Burgos og þurfti að sætta sig við 21 stigs tap, 75-54.

Sóknarleikur Zaragoza var ekki upp á marga fiska í kvöld og liðið átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum í körfuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-14, Burgos í vil.

Tryggvi og félagar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta gegn 16 stigum Burgos og því var staðan orðin 35-24 þegar flautað var til hálfleiks.

Þriðji leikhluti var svo örlítið jafnari en hinir tveir. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 12 stig ogbrekkan orðin brött fyrir Tryggva og félaga, sérstaklega í ljósi þess að þeir höfðu aðeins skorað 13 stig að meðaltali í hverjum leikhluta hingað til.

Ekki gekk það heldur hjá Tryggva og félögum í lokaleikhlutanum. Burgos vann leikhlutann með níu stigum, og lokatölur því 75-54.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×