Katrín sátt við fyrstu tölur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:41 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist líta björtum augum á kvöldið. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. „Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira