Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 11:30 Sigmar Guðmundsson í góðum hópi Viðreisnarfólks á kosningavöku flokksins í nótt. Vísir/Elín Guðmunds 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira