Jón Axel sem gekk til liðs við ítalska félagið í sumar lék í 23 mínútur í leiknum og skoraði átta stig. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar og tók 10 fráköst. Ágætis byrjun það.
Bologna byrjaði leikinn ágætlega en liðsmenn Reggio komust fljótlega yfir og leiddu í hálfleik með ellefu stigum, 35-46. Bologna jafnaði fljótlega og var leikurinn jafn á öllum tölum allt til loka.
Jón Axel fékk tækifæri til þess að koma Bologna yfir í stöðunnu 80-81 en klikkaði úr tveimur vítskotum í röð. Hann fékk svo annað tækifæri til þess að reyna að vinna leikinn en þriggja stiga skot hans geigaði þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum.
Pietro Aradori var stigahæstur hjá Bologna með 18 stig en hjá Reggio var Osvaldas Olisevicius með 16 stig. Næsti leikur Bologna er gegn Vanoli Basket Cremonia eftir viku.