Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 18:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Egill Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn. Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn.
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira