Ef það væri bara til búnaður til að telja atkvæði með nákvæmum hætti Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. september 2021 07:31 Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar