Jón Daði ætlar úr frystikistunni: „Þetta gengur náttúrulega ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 11:00 Eini leikur Jóns Daða Böðvarssonar fyrir Millwall á leiktíðinni var þegar hann lék í 18 mínútur í deildabikarleik gegn Cambridge United 24. ágúst. Getty/Jacques Feeney „Það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur verið í sannkallaðri „frystikistu“ hjá enska félaginu Millwall á þessari leiktíð. Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“
Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira