Að skapa örorkuvænt, nýskapandi atvinnulíf Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 27. september 2021 11:30 Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun