Hver er þessi Olaf Scholz? Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 07:01 Það er mikilvægt fyrir þýska stjórnmálamenn að sýna alþýðleikann. Þá er oft gripið til þess ráðs að drekka bjór fyrir framan myndavélar, eins og Olaf Scholz gerir hér. Getty Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. SPD varð stærsti flokkurinn á þingi, hlaut 25,7 prósent, en Kristilegir demókratar (CDU-CSU) 24,1 prósent atkvæða. Scholz lýsti því yfir í gærmorgun að hann stefni að því að mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum og Frjálslyndum (FDP). Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður kunni að taka langan tíma áður en ný ríkisstjórn tekur við. Merkel verður starfandi kanslari fram að þeim tíma. Í valdatíð Merkels hafa Þjóðverjar vanist því að vera með sterkan og traustan leiðtoga. Scholz vissi það og lagði áherslu á það í kosningabaráttunni að hann væri sá sem væri hinn náttúrulegi arftaki Angelu Merkel sem kanslari. Með hann sem kanslara yrði einhvers konar samfella við stjórn landsins þó að hann væri ekki samflokksmaður Merkels. Hann hafi átt sæti í ríkisstjórn kanslarans fráfarandi, sem fjármálaráðherra, og benti hann ítrekað á að Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu sem var kanslaraefni Kristilegra demókrata, hafi ekki komið að landsmálunum. En hver er hinn 63 ára Olaf Scholz? Scholz hefur gegnt embætti fjármálaráðherra og varakanslara frá árinu 2018 þegar Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn héldu áfram stjórnarsamstafinu, „Große Koalition“, það er „stóru“ flokkanna tveggja – Jafnaðarmanna og Kristilegra demókrata. Var sú stjórn mynduð með óbragð í munni af beggja hálfu, sérstaklega Jafnaðarmanna, eftir að flokkurinn beið mikinn ósigur. Ekki voru þó önnur stjórnarmynstur í myndinni á þeim tíma eftir að viðræður flokka runnu út í sandinn. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem rætt var við Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, um niðurstöðu þýsku kosninganna. Scholz-o-mat Scholz hefur oft verið kallaður „leiðinlegur“ og um aldamótin var hann kallaður „Scholz-o-mat“ fyrir þurra og vélræna framkomu. Hann hefur að undanförnu gert í því að markaðssetja sjálfan sig sem mann aðgerða sem hægt sé að treysta á að komi hlutum í verk. Hann hefur gagnrýnt ýmsa samstarfsmenn sína úr röðum Kristilegra demókrata í ríkisstjórninni og sakað þá um að vera í of nánum tengslum við leiðtoga í viðskiptalífinu. Scholz er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt fjölda háttsettra embætta, bæði á sveitarstjórnarstigi og í landspólitíkinni. Hjónin Britta Ernst og Olaf Scholz fagna stuðningsmönnum.Getty Borgarstjóri í Hamborg Scholz tók fyrst sæti á þýska þinginu árið 1998, þá fertugur að aldri. Hann hefur síðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hamborg, næststærstu borgar landsins, og sambandsstjórn landsins. Olaf Scholz var borgarstjóri Hamborgar á árunum 2011 til 2018 og hefur á stjórnmálaferli sínum einnig gegnt embætti þingflokksformanns SPD, varaformanns SPD og ráðherra vinnu- og félagsmála á árunum 2007 til 2009. Í heimsfaraldrinum var Scholz hrósað af mörgum, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fyrir þær efnahagsaðgerðir sem ráðist var í Þýskalandi. Átti hann þátt í að stofna Björgunarsjóð Evrópusambandsins vegna Covid-19, þrátt fyrir upphaflega mótstöðu Angelu Merkel kanslara. Hann hefur sömuleiðis lagt áherslu, í samstarfi við franska fjármálaráðherrann, á að vinna að skattlagningu og nýju regluverki alþjóðlegra tæknirisa. Scholz gekk í hjónaband með Brittu Ernst, sem einnig er virk í stjórnmálum fyrir SPD; árið 1998. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. 27. september 2021 20:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
SPD varð stærsti flokkurinn á þingi, hlaut 25,7 prósent, en Kristilegir demókratar (CDU-CSU) 24,1 prósent atkvæða. Scholz lýsti því yfir í gærmorgun að hann stefni að því að mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum og Frjálslyndum (FDP). Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður kunni að taka langan tíma áður en ný ríkisstjórn tekur við. Merkel verður starfandi kanslari fram að þeim tíma. Í valdatíð Merkels hafa Þjóðverjar vanist því að vera með sterkan og traustan leiðtoga. Scholz vissi það og lagði áherslu á það í kosningabaráttunni að hann væri sá sem væri hinn náttúrulegi arftaki Angelu Merkel sem kanslari. Með hann sem kanslara yrði einhvers konar samfella við stjórn landsins þó að hann væri ekki samflokksmaður Merkels. Hann hafi átt sæti í ríkisstjórn kanslarans fráfarandi, sem fjármálaráðherra, og benti hann ítrekað á að Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu sem var kanslaraefni Kristilegra demókrata, hafi ekki komið að landsmálunum. En hver er hinn 63 ára Olaf Scholz? Scholz hefur gegnt embætti fjármálaráðherra og varakanslara frá árinu 2018 þegar Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn héldu áfram stjórnarsamstafinu, „Große Koalition“, það er „stóru“ flokkanna tveggja – Jafnaðarmanna og Kristilegra demókrata. Var sú stjórn mynduð með óbragð í munni af beggja hálfu, sérstaklega Jafnaðarmanna, eftir að flokkurinn beið mikinn ósigur. Ekki voru þó önnur stjórnarmynstur í myndinni á þeim tíma eftir að viðræður flokka runnu út í sandinn. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem rætt var við Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, um niðurstöðu þýsku kosninganna. Scholz-o-mat Scholz hefur oft verið kallaður „leiðinlegur“ og um aldamótin var hann kallaður „Scholz-o-mat“ fyrir þurra og vélræna framkomu. Hann hefur að undanförnu gert í því að markaðssetja sjálfan sig sem mann aðgerða sem hægt sé að treysta á að komi hlutum í verk. Hann hefur gagnrýnt ýmsa samstarfsmenn sína úr röðum Kristilegra demókrata í ríkisstjórninni og sakað þá um að vera í of nánum tengslum við leiðtoga í viðskiptalífinu. Scholz er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt fjölda háttsettra embætta, bæði á sveitarstjórnarstigi og í landspólitíkinni. Hjónin Britta Ernst og Olaf Scholz fagna stuðningsmönnum.Getty Borgarstjóri í Hamborg Scholz tók fyrst sæti á þýska þinginu árið 1998, þá fertugur að aldri. Hann hefur síðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hamborg, næststærstu borgar landsins, og sambandsstjórn landsins. Olaf Scholz var borgarstjóri Hamborgar á árunum 2011 til 2018 og hefur á stjórnmálaferli sínum einnig gegnt embætti þingflokksformanns SPD, varaformanns SPD og ráðherra vinnu- og félagsmála á árunum 2007 til 2009. Í heimsfaraldrinum var Scholz hrósað af mörgum, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fyrir þær efnahagsaðgerðir sem ráðist var í Þýskalandi. Átti hann þátt í að stofna Björgunarsjóð Evrópusambandsins vegna Covid-19, þrátt fyrir upphaflega mótstöðu Angelu Merkel kanslara. Hann hefur sömuleiðis lagt áherslu, í samstarfi við franska fjármálaráðherrann, á að vinna að skattlagningu og nýju regluverki alþjóðlegra tæknirisa. Scholz gekk í hjónaband með Brittu Ernst, sem einnig er virk í stjórnmálum fyrir SPD; árið 1998.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. 27. september 2021 20:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. 27. september 2021 20:03