Þorlákur á að baki langan feril í fótboltanum en hann hefur meðal annars þjálfað U17-landslið karla, gert kvennalið Stjörnunnar að Íslandsmeistara í tvígang, og þjálfað karlalið Fylkis og Vals.
Nú síðast var Þorlákur yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong en því starfi gegndi hann í tvö og hálft ár. Áður var hann yfir hæfileikamótun KSÍ.
Þorlákur mun ásamt því að þjálfa meistaraflokk Þórs koma að stefnu- og starfsmótun hjá knattspyrnudeild félagsins.