„Þetta er greinilega grjóthörð gella“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 12:01 Auglýsingin í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan auglýsti í gærkvöldi eftir markmanni fyrir kvennalið Aftureldingar í Olís deild kvenna eftir það sem gerðist í Vestmanneyjum um síðustu helgi. „Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira