Man Utd horfir til Leeds í leit að miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 17:31 Færir Phillips sig yfir í rautt á komandi misserum? Stu Forster/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur augastað á Kalvin Phillips, miðjumanni Leeds United, samkvæmt nýjasta slúðri Bretlandseyja. Ole Gunnar Solskjær hefur horft til Lundúna í dágóða stund í þeirri von um að Declan Rice gæti verið maðurinn til að leysa miðjuvandræði Man United. West Ham United hefur hins vegar engan áhuga á að selja hinn 22 ára gamla Rice og virðist sem áhugi Solskjær hafi dvínað töluvert undanfarnar vikur. Solskjær horfir nú til mannsins sem stóð vaktina með Rice á miðri miðju enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar. Um er að ræða hinn 25 ára gamla Kalvin Phillips sem leikur með Leeds United. Kalvin Phillips to Manchester United? Manchester United have reportedly turned their attention to signing the Leeds United man after abandoning their interest in his England teammate.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 28, 2021 Leeds United hefur sett 60 milljón punda verðmiða á þennan hárprúða leikmann sem er þó töluvert minna en 100 milljónirnar sem West Ham vill fá fyrir Rice. Hvort eitthvað meira komi úr áhuga Man Utd á leikmanninum er óvíst. Það er hins vegar ljóst að Phillips þyrfti að hóa fjölskylduna saman og útskýra mál sitt ef hann ákveður að færa sig um set. Það hefur andað köldu milli Man Utd og Leeds í fleiri ár og samkvæmt miðlum ytra ku fjölskylda leikmannsins hafa óbeit á öllu sem rautt er og kemur frá Manchester-borg. Þegar sex umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni er Manchester United í 4. sæti með 13 stig á meðan Leeds United er í 18. sæti með þrjú stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur horft til Lundúna í dágóða stund í þeirri von um að Declan Rice gæti verið maðurinn til að leysa miðjuvandræði Man United. West Ham United hefur hins vegar engan áhuga á að selja hinn 22 ára gamla Rice og virðist sem áhugi Solskjær hafi dvínað töluvert undanfarnar vikur. Solskjær horfir nú til mannsins sem stóð vaktina með Rice á miðri miðju enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar. Um er að ræða hinn 25 ára gamla Kalvin Phillips sem leikur með Leeds United. Kalvin Phillips to Manchester United? Manchester United have reportedly turned their attention to signing the Leeds United man after abandoning their interest in his England teammate.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 28, 2021 Leeds United hefur sett 60 milljón punda verðmiða á þennan hárprúða leikmann sem er þó töluvert minna en 100 milljónirnar sem West Ham vill fá fyrir Rice. Hvort eitthvað meira komi úr áhuga Man Utd á leikmanninum er óvíst. Það er hins vegar ljóst að Phillips þyrfti að hóa fjölskylduna saman og útskýra mál sitt ef hann ákveður að færa sig um set. Það hefur andað köldu milli Man Utd og Leeds í fleiri ár og samkvæmt miðlum ytra ku fjölskylda leikmannsins hafa óbeit á öllu sem rautt er og kemur frá Manchester-borg. Þegar sex umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni er Manchester United í 4. sæti með 13 stig á meðan Leeds United er í 18. sæti með þrjú stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira