Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. september 2021 11:35 Katrín Jakobsdóttir segist tilbúin til að vera forsætisráðherra áfram. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun og munu funda aftur eftir hádegi. Formaður Vinstri grænna segir ganginn í viðræðunum góðar. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson formenn stjórnarflokkanna ræða þessa dagana um grundvöll til áframhaldandi samstarf og funduðu í um 90 mínútur í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín segir þau hafa haldið áfram að ræða stóru línurnar en eftir fjögurra ára samstarf vissu þau hvaða viðfangsefni væru framundan. „Við erum náttúrulega búin að starfa saman í fjögur ár þannig að við vitum ágætlega hvaða viðfangsefni eru fram undan,“ sagði Katrín eftir fundinn. Hún sagði þau ekki hafa rætt við forsvarsmenn annarra flokka eftir kosningarnar. Varðandi það hvort þau hefðu rætt um hvort hún yrði áfram forsætisráðherra, sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að byrja að ræða málefnin. „Það er grunnurinn sem allt hitt byggir á. Síðan er hægt að fara að ræða útfærslu, verkaskiptingu og annað. Við ákváðum í gær að gefa okkur þessa viku til þess,“ sagði Katrín. Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að Vinstri græn færðu kannski mestu pólitísku fórnina með samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega en þeir hafa hins vegar unnið með Framsóknarflokki í mörgum ríkisstjórnum. Það var því lögð höfuðáhersla á það við upphaf stjórnarsamstarfsins að Katrín yrði forsætisráðherra. Sigurður Ingi ræddi við fréttamenn eftir fund leiðtoganna í Stjórnarráðinu í gær.Vísir/Vilhelm Katrín sagðist aðspurð til í að sitja áfram í embætti forsætisráðherra. „Já, já ég er alveg til í það.“ Formennirnir þrír munu funda aftur seinna í dag og halda viðræðum þeirra áfram. „Ef ríkisstjórn á að geta verið starfhæf út kjörtímabilið, þá skiptir öllu máli að það sé vandað vel til verka í upphafi,“ sagði Katrín. Hún sagði það fela í sér að greina viðfangsefnin sem séu framundan í samfélaginu, hver áherslumál flokkanna séu og hver ágreiningsefnin séu. Þetta þurfi að liggja fyrir áður en farið væri í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. En þegar þetta lægi fyrir væri hægt að snúa sér að útfærslum og ritun stjórnarsáttmála og verkaskiptingu. Þau væru einfaldlega ekki kominn þangað. Þegar kæmi að stjórnarsáttmála væru ókláruð mál eins og hálendisþjóðgarður sem ekki tókst að afgreiða fyrir kosningar uppi á borðum. „Þetta þarf allt að taka fyrir og ræða í upphafi. Þannig að við vöndum til verka.“ Katrín sagði að þegar því væri lokið hægt að ræða útfærslu, ritun stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta. „Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51 „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14 Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12 Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. 28. september 2021 10:51
„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. 27. september 2021 16:14
Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. 27. september 2021 16:12
Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. 27. september 2021 15:57