Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 20:30 Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Vísir Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla. Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íbúar í 31 íbúða kjarna í Breiðholti ákváðu að ráðast í viðgerðir á sameiginlegu bílskýli árið 2019 vegna sprungu og leka. Húsfélagið samdi fyrir hönd eigenda við VSB verkfræðistofu um að vera umsjónar-og eftirlitsaðili með verkinu. Verkfræðistofan gerði jafnframt útboðs- og verklýsingu á framkvæmdinni upp á níu blaðsíður fyrir 32 milljóna króna framkvæmd. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Hannes Baldursson talsmaður íbúa í húsunum segir hins vegar að framkvæmdirnar hafi algjörlega mislukkast og það þurfi að gera þær upp á nýtt. Þá hafi verkfræðistofan VSB samið við verktaka með brotaferil á bakinu, jafnvel eftir að hann fór í þrot í miðju verki. Sömdu við verktaka þrátt fyrir gjaldþrot í miðju verki „Verkfræðistofan samdi við þennan verktaka í lokuðu útboði. Við vorum byrjuð að gera athugasemdir við framkvæmd verktakans því við sáum strax að margt var í ólagi, þegar hann fór í gjaldþrot í miðju verki. Þá lagði verkfræðistofan aftur til að það yrði bara samið við hann en bara á annarri kennitölu og það var gert,“ segir Hannes. Hann segir að verktakinn hafi svo skilað verkinu af sér algjörlega ófullgerðu. Þá hafi verkfræðistofan ekki tekið út verkið eins og samið hafi verið um. „Verkfræðistofan átti að taka út verkið, skila skýrslu til stjórnar húsfélagsins og halda fund með húsfélaginu. Það var aldrei gert,“ segir Hannes „Staðreyndin er sú að verkinu er ólokið og engin efnisþáttur er í lagi. Sprungan er ennþá til staðar sem upphaflega var lagt af stað með að laga og bílskýlið lekur,“ segir Hannes. Hannes segir að íbúar séu þegar búnir að greiða verkfræðistofunni VSB sex milljónir króna og verktakanum um fjörutíu milljónir. Verkfræðistofan sem hafi tekið að sér að sjá um verkið og hafa eftirlit með því hafi ekki sýnt málinu áhuga. „Það hefur lítið sem ekkert heyrst í verkfræðistofunni í heilt ár,“ segir Hannes. Óháður aðili segir þurfa vinna verkið upp á nýtt Íbúar fjölbýlisins fengu fyrirtækið Hönnun og eftirlit sem er óháður aðili til að taka út verkið. Í skýrslu hans koma fram á fjórða tug athugasemda við verkið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að endurvinna þurfi umrætt verkefni frá grunni þar sem lágmarks kröfur séu ekki uppfylltar. Þá segir í skýrslunni að ekki sé samræmi milli framkvæmda á verkstað og útboðsgagna sem VSB verkfræðistofa gerði um verkið. Verktaki og VSB hafi ekki lagt fram gögn til frekari útskýringa. Fréttatofa hefur skýrsluna undir höndum. Ætla að leysa málið án aðkomu dómstóla Húsfélagið og Verkfræðistofan VSB lýstu yfir í samtali við fréttastofu að nýlega hafi tekist upp viðræður milli aðila. Það sé von allra að hægt verði að reyna til þrautar að leysa þetta mál á farsælan hátt og án aðkomu dómstóla.
Húsnæðismál Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira