Slæma stelpan og fyrrverandi UFC drottningin Ronda Rousey orðin móðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 07:01 Ronda Rousey ásamt eiginmanni og barnsföður sínum. Paul Archuleta/FilmMagic Hin 34 ára gamla Ronda Rousey birti færslu á Instagram-síðu þess efnis að hún hefði eignast stúlkubarn með eiginmanni sínum Travis Browne. Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld. Tímamót Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Sjá meira
Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld.
Tímamót Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Sjá meira