Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 11:41 Ættingjar fórnarlamba sprengingunnar segja stjórnmálamenn hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn á sprengingunni hefur verið stöðvað í annað sinn eftir að kvörtun frá fyrrverandi ráðherra barst vegna rannsakenda. Getty/Marwan Naamani Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00