Útlit fyrir stutt þinghald en nógu margir þurfa að mæta Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 09:01 Vanda Sigurgeirsdóttir flytur væntanlega sína fyrstu ræðu sem formaður KSÍ á Hilton í hádeginu á morgun. KVAN.IS OG VÍSIR/HANNA „Ég hugsa að þetta taki í mesta lagi klukkutíma,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um sérstakt aukaþing sambandsins sem haldið verður á morgun. Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ.
Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05