Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 22:26 Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld. VÍSIR/BÁRA Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri. Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik