Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 22:08 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36