Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hittast vikulega á Stöð 2 Sport 2 og ræða það sem gekk á í ameríska fótboltanum.
Fastur liður í þættinum er að skoða hvaða leikmenn áttu mjög góða helgi og hvaða leikmenn áttu slæma helgi.
Strákarnir skemmtu sér vel yfir tilþrifunum sem skiptust á að vera stórkostleg og skrautleg. Það má finna þessa samantekt hér fyrir neðan.
Tveir leikir verða sýndir beint úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn en sá fyrri er leikur Dallas Cowboys og Carolina Panthers klikkan 17.00 en sá síðari er leikur Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers klukkan 20.25.

Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.