Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum hafa skapað aukinn meirihluta ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56