Fótbolti

Berglind og Cecilia stálu stigi í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cecilia og Berglind í leik með Fylki geg Breiðabliki, en þær leika nú saman mep Örebro.
Cecilia og Berglind í leik með Fylki geg Breiðabliki, en þær leika nú saman mep Örebro. Vísir/Bára

Í dag mættust Kristianstad og Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir í Kristianstad, gerðu 2-2 jafntefli gegn Berglindi Rós Ágústsdóttir og Ceciliu Rúnarsdóttir í liði Örebro.

Miranda Nild kom Kristianstad í 1-0 strax á sjöttu mínútu áður en Alice Nilsson tvöfaldaði forskotið fyrir hálfleik.

Natalie Hoff-Persson minnkaði muninn fyrir Örebro á 50. mínútu, en það var Jenna Hellstrom sem reyndist hetja gestanna þegar hún jafnaði metin á 93. mínútu og tryggði Örebro eitt stig.

Lokatölur urðu því 2-2 og Kristianstad heldur sér í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki. Örebro situr í níunda sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×