Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 19:20 Ráðamenn segja nóg til af eldsneyti en hægt gangi að flytja það á bensínstöðvar. EPA/NEIL HALL Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl. Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl.
Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42
Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22
Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59