Körfubolti

Martin hafði betur gegn Tryggva

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með Valencia
Martin Hermannsson í leik með Valencia EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Báðir áttu mjög góðan leik er Valencia vann sex stiga sigur á Zaragoz, lokatölur 76-70.

Leikurinn var eins og lokatölur gefa til kynna mjög jafn frá upphafi til enda en gestirnir í Valencia reyndust þó örlítið sterkari nær allan leikkinn. 

Staðan í hálfleik var 35-31 Valencia í vil og þó Zaragoza hafi minnkað muninn í þriðja leikhluta þá dugði það ekki til, lokatölur 76-70.

Martin skoraði 10 stig í leiknum ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Tryggvi Snær skoraði 9 stig, tók 6 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.

Valencia hefur unnið tvo leiki af fjórum til þessa í ACB-deildinni líkt og Zaragoza. Alls eru 10 lið með 4 stig að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×