Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 12:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“ Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“
Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35