Þungavigtin: „Vanda frétti af valinu og fjandinn var laus“ Þungavigtin skrifar 4. október 2021 07:00 Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason mynda þríeykið sem sér um Þungavigtina. Vísir Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar fara þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir málefni Knattspyrnusambands Íslands. Fullyrt er að KSÍ hafi ráðið almannatengla til að fara yfir hvað landsliðsþjálfarinn ætti að segja á blaðamannafundi og að nýr formaður KSÍ hafi haft áhrif á landsliðsvalið. Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. Þátturinn hófst á ræðu Kristjáns Óla þar sem hann fór yfir hvað átti sér stað áður en blaðamananfundur Arnars Þórs hófst þann 30. september. „Búið er að fjalla ítarlega um lygar Arnars Þórs (Viðarssonar, landsliðsþjálfara) á blaðamannafundinum í Laugardal. Það sem gerir lygarnar enn verri er að þrír almannatenglar á vegum Aton JL voru um morguninn að æfa landsliðsþjálfarann í að ljúga að þjóðinni, þar var framsagan æfð sem og svör við spurningum blaðamanna.“ „Nýir almannatenglar voru ráðnir eftir að almannatenglafyrirtækinu KOM var sagt upp eftir vesenið í síðasta landsliðsverkefni. Allt sem Arnar sagði um Aron var ekki sannleikanum samkvæmt. Arnari leið það illa að hann stamaði í hvert skipti sem hann var spurður um mál Arons (Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða). Æfingin með almannatenglunum skilaði ekki árangri.“ „Á þriðjudag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Aroni að hann yrði í hóp. Hann upplýsti fyrirliðann um gamla stjórnin myndi ekkert aðhafast vegna málsins um hann en hann vissi ekki hvað sú nýja myndi gera, það breyttist svo.“ Vanda Sigureirsdóttir (nýráðin formaður KSÍ) frétti af valinu og fjandinn var laus. Hún hótaði að mæta ekki í landsleikina ef Aron væri í hópnum. Síðan hótað hún því að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar yrðu reglur sem myndu útiloka Aron frá því að vera valinn vegna þessa atviks frá 2010. Þessar reglur áttu að taka gildi strax um helgina. Öllum þessum skilaboðum var komið á framfæri við Arnar og pressan var mikil.“ Eftir upplestur Kristjáns fékk Mikael orðið. „Það er magnað að þurfa að ráða 2-3 menn til að æfa mann í því að ljúga. Lokapunkturinn er það sem okkur var búið að gruna, að það hafi einhver sett Arnari Þór Viðarssyni stólinn fyrir dyrnar með Aron Einar. Það er ekki ákvörðun hjá neinum þjálfara að velja ekki landsliðsfyrirliðann og einn besta miðjumann í hóp.“ Ríkharð Óskar Guðnason spurði – eftir að hafa spilað brot úr Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Vanda segist ekki hafa sett Arnari stólinn fyrir dyrnar – af hverju ætti nýráðinn formaður að ljúga? „Sagði hún ekki bara við Arnar að þetta yrði svona. Að ef Aron yrði valinn þá yrðu afleiðingar. Það segir sig alveg sjálft. Ég hef það samkvæmt öðrum heimildum að Aron hafi verið búinn að fá þau skilaboð að hann yrði valinn. Arnar Þór Viðarsson vaknaði ekki upp morguninn eftir að hafa dreymt að þetta gengi ekki upp, það er ekki þannig,“ sagði Mikael og hélt svo áfram. „Þetta er meira vesen en það átti að vera því menn eru ekki að koma rétt fram og segja satt frá.“ „Ég get alveg sagt ykkur það að sá sem ræður mestu hjá KSÍ – kannski fyrir utan Guðna (Bergsson, fyrrum formaður sambandsins) er Klara (Bjartmarz, framkvæmdastjóri). Hún er inn í öllum málum, staðfest – ég er með mjög góðar heimildir þarna niður frá. Það var mikil pressa að hún myndi segja af sér eins og öll stjórnin. Miðað við ummæli Vöndu er hún ekki að fara eitt eða neitt.“ „Ef einhver átti að labba út þá var það Klara og það vita það allir. Síðan er það þannig að það kemur ný stjórn, verið að tala um að það komi fleiri konur í stjórn og það er bara í góðu lagi. Það eru samt bara fjórar sem buðu sig fram á meðan það eru 12 karlmenn. Borghildur (Sigurðardóttir), hún er enn þarna. Hún og Klara – sem voru númer 2 og 3 á eftir Guðna - eru ennþá þarna. Það eru allavega þrír sem voru í stjórninni sem eru áfram í nýju stjórninni. Eruð þið að segja mér það að hinir 11 sem löbbuðu út séu sökudólgarnir,“ sagði Mikael. „Má kalla þetta kattarþvott?“ spurði Ríkharð Óskar í kjölfarið. „Þetta er mjög furðulegt og ég eiginlega átta mig ekki á þessu. Ég hef hag fótboltans að leiðarljósi, það er númer 1, 2 og 3. Hvað verður um fótboltann? Það var ekki einu orði minnst á fótbolta í þessari ræðu nýs formanns KSÍ. Þetta er Knattspyrnusamband sko, þetta er ekki menntaskóli,“ svaraði Kristján Óli áður en Mikael átti lokaorðið. „Þetta er knattspyrnusamband og það á að ræða knattspyrnuna. Þetta á bara að vera smá inntak í þessu. Þessir ferlar sem hún segist vera að koma með núna eru búnir að vera þarna í dágóðan tíma, það er bara svoleiðis.“ Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Þungavigtin Tengdar fréttir Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21 Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. Þátturinn hófst á ræðu Kristjáns Óla þar sem hann fór yfir hvað átti sér stað áður en blaðamananfundur Arnars Þórs hófst þann 30. september. „Búið er að fjalla ítarlega um lygar Arnars Þórs (Viðarssonar, landsliðsþjálfara) á blaðamannafundinum í Laugardal. Það sem gerir lygarnar enn verri er að þrír almannatenglar á vegum Aton JL voru um morguninn að æfa landsliðsþjálfarann í að ljúga að þjóðinni, þar var framsagan æfð sem og svör við spurningum blaðamanna.“ „Nýir almannatenglar voru ráðnir eftir að almannatenglafyrirtækinu KOM var sagt upp eftir vesenið í síðasta landsliðsverkefni. Allt sem Arnar sagði um Aron var ekki sannleikanum samkvæmt. Arnari leið það illa að hann stamaði í hvert skipti sem hann var spurður um mál Arons (Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða). Æfingin með almannatenglunum skilaði ekki árangri.“ „Á þriðjudag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Aroni að hann yrði í hóp. Hann upplýsti fyrirliðann um gamla stjórnin myndi ekkert aðhafast vegna málsins um hann en hann vissi ekki hvað sú nýja myndi gera, það breyttist svo.“ Vanda Sigureirsdóttir (nýráðin formaður KSÍ) frétti af valinu og fjandinn var laus. Hún hótaði að mæta ekki í landsleikina ef Aron væri í hópnum. Síðan hótað hún því að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar yrðu reglur sem myndu útiloka Aron frá því að vera valinn vegna þessa atviks frá 2010. Þessar reglur áttu að taka gildi strax um helgina. Öllum þessum skilaboðum var komið á framfæri við Arnar og pressan var mikil.“ Eftir upplestur Kristjáns fékk Mikael orðið. „Það er magnað að þurfa að ráða 2-3 menn til að æfa mann í því að ljúga. Lokapunkturinn er það sem okkur var búið að gruna, að það hafi einhver sett Arnari Þór Viðarssyni stólinn fyrir dyrnar með Aron Einar. Það er ekki ákvörðun hjá neinum þjálfara að velja ekki landsliðsfyrirliðann og einn besta miðjumann í hóp.“ Ríkharð Óskar Guðnason spurði – eftir að hafa spilað brot úr Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Vanda segist ekki hafa sett Arnari stólinn fyrir dyrnar – af hverju ætti nýráðinn formaður að ljúga? „Sagði hún ekki bara við Arnar að þetta yrði svona. Að ef Aron yrði valinn þá yrðu afleiðingar. Það segir sig alveg sjálft. Ég hef það samkvæmt öðrum heimildum að Aron hafi verið búinn að fá þau skilaboð að hann yrði valinn. Arnar Þór Viðarsson vaknaði ekki upp morguninn eftir að hafa dreymt að þetta gengi ekki upp, það er ekki þannig,“ sagði Mikael og hélt svo áfram. „Þetta er meira vesen en það átti að vera því menn eru ekki að koma rétt fram og segja satt frá.“ „Ég get alveg sagt ykkur það að sá sem ræður mestu hjá KSÍ – kannski fyrir utan Guðna (Bergsson, fyrrum formaður sambandsins) er Klara (Bjartmarz, framkvæmdastjóri). Hún er inn í öllum málum, staðfest – ég er með mjög góðar heimildir þarna niður frá. Það var mikil pressa að hún myndi segja af sér eins og öll stjórnin. Miðað við ummæli Vöndu er hún ekki að fara eitt eða neitt.“ „Ef einhver átti að labba út þá var það Klara og það vita það allir. Síðan er það þannig að það kemur ný stjórn, verið að tala um að það komi fleiri konur í stjórn og það er bara í góðu lagi. Það eru samt bara fjórar sem buðu sig fram á meðan það eru 12 karlmenn. Borghildur (Sigurðardóttir), hún er enn þarna. Hún og Klara – sem voru númer 2 og 3 á eftir Guðna - eru ennþá þarna. Það eru allavega þrír sem voru í stjórninni sem eru áfram í nýju stjórninni. Eruð þið að segja mér það að hinir 11 sem löbbuðu út séu sökudólgarnir,“ sagði Mikael. „Má kalla þetta kattarþvott?“ spurði Ríkharð Óskar í kjölfarið. „Þetta er mjög furðulegt og ég eiginlega átta mig ekki á þessu. Ég hef hag fótboltans að leiðarljósi, það er númer 1, 2 og 3. Hvað verður um fótboltann? Það var ekki einu orði minnst á fótbolta í þessari ræðu nýs formanns KSÍ. Þetta er Knattspyrnusamband sko, þetta er ekki menntaskóli,“ svaraði Kristján Óli áður en Mikael átti lokaorðið. „Þetta er knattspyrnusamband og það á að ræða knattspyrnuna. Þetta á bara að vera smá inntak í þessu. Þessir ferlar sem hún segist vera að koma með núna eru búnir að vera þarna í dágóðan tíma, það er bara svoleiðis.“ Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Þungavigtin Tengdar fréttir Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21 Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. 1. október 2021 14:21
Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. 3. október 2021 23:00